Ungmennapassinn

Allir þátttakendur í verkefnum sem hlotið hafa styrk hjá Evrópu unga fólksins í flokki 1.1, 1.2, 1.3, flokki 2, flokki 3.1 og flokki 4.3 eiga rétt á að fá viðurkenningu á þátttöku sinni og því sem þau lærðu og getur nýst þeim í framtíðinni. Ungmennapassinn er það tæki sem hefur verið hannað í þessum tilgangi.

Til að útbúa Ungmennapassann, vinsamlegast fylgið leiðbeiningunum skref fyrir skref hér fyrir neðan, þau leiða þig í gegnum ferlið við að útbúa viðurkenningarskjalið.

Skref 1: Innskráning í Ungmennapassann

Vinsamlegast skráið ykkur inn á vefsíðuna sem hýsir Ungmennapassann. Skráningin er nauðsynleg vegna öryggisástæðna. Þegar þú hefur búið til þinn persónulega aðgang, þá getur þú notað tölvupóstfangið þitt og aðgangsorðið við það (sem er sent til þín í tölvupósti þegar þú skráir þig inn) til að skrá þig inn í fyrsta skipti, eftir hlé, eða í framtíðinni.

Skref 2: Skráið inn upplýsingar um verkefnið

Vinsamlegast setjið inn upplýsingar um verkefnið sem var styrkt af Evrópu unga fólksins. Vinsamlegast athugið að setja upplýsingarnar rétt inn, þar sem þær koma fram á skírteininu.

Skref 3: Skráið inn upplýsingar um þátttakendur

Vinsamlegast skráið inn upplýsingar um þátttakendurna í verkefninu sem styrkt var af Evrópu unga fólksins. Vinsamlegast athugið að setja upplýsingarnar rétt inn, þar sem þær koma fram á skírteininu.

Skref 4: Staðfestið skírteinin.

Vinsamlegast staðfestið skírteinin með því að setja stað og dagsetningu undirskriftar ásamt fullu nafni þess sem er í forsvari fyrir þín samtök og skrifar undir skírteinið. Á fyrstu síðunni gæti verið löglegur fulltrúi samtakanna þinna, og á annarri síðunni gæti verið verkefnastjóri í verkefninu sem skrifaði undir, þetta gæti í vissu tilfellum verið sami aðilinn.

Skef 5: Prenta út skírteinið/in

Skírteinin er á pdf formi. Til að opna skjalið þarft þú að hafa Adope Reader. Þú getur náð í það frítt með því að smella hérna eða í merkið til hægri.

Og þá er að byrja á Skrefi 1: Skráðu þið inn núna- smellið hér

Skrefin eru tilgreind með númerum á vefsíðunni, í röð, frá byrjun til enda til að aðstoða þig frá upphafi til enda. Yfirlitssíður gefa þér betri yfirsýn þegar verið er að útbúa Ungmennapassann.

Tæknilega hliðin á Ungmennapassanum er hönnuð með það í huga að leyfa þér að útbúa skírteinin áður en verkefnið hefst: þú getur sett inn stærsta hluta upplýsinganna sem þú hefur nú þegar (t.d verkefnislýsing, upplýsingar um þátttakendur ofl.) og vistað það. Þá á bara eftir að setja inn þá þætti sem gerðir eru í lokin á verkefninu og lýsa því sem lærst hefur í verkefninu.

Ef þú vilt vinna með nokkrum aðilum að verkefninu þínu, þá hefur þú þann möguleika að bæta við riturum.